Fréttir

GREAT ICELANDIC ROCK´N ROLL SWINDLE

Laugardagskvöldið 8. mars ætla nokkrir gamlir pönkarar, meðlimir úr Fræbbblunum, Snillingunum, Taugadeildinni, Tappa Tíkarrass, Q4U, Das Kapital, Oxsmá, Mogo Homo o.s.frv. að rifja upp pönkárin 1976-1978 á Grand Rokk.

Flutt verða 40 lög, sem hljómsveitir eins og Clash, Sex Pistols, Stiff Little Fingers, Ramones, Stranglers, Jam, Public Image Limited, Buzzcocks, Damned, Undertones, Elvis Costello, Blondie, Television, Crass og Sham 69 spiluðu upphaflega.

Fjörið byrjar kl. 22.00 og stendur langt fram eftir nóttu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, ókeypis inn.

Copyright 2008 Árni Daníel Júlíusson, Design by Rex Jones / Axel Kristinsson / Ari Júlíus Árnason