Hvítar grafir
Í hvítum gröfum
Er margt að sjá
Þar er hátt til lofts
Og vítt til veggja
Sjá fátækt fólk í langri röð
Og maður eys í diska þess
Hann eys kalki í götótt ílát
Og fólkið fer í röð á ný
Maður talar í hljóðnema
heldur fund yfir blaðamenn
Sjónvarsvélar fjöldi hlustar
Ekkert sagt og verður ekki
Hljóðlát fegurð í dauðralandi
Vinnuást í gröfunum
Kona stendur við færibandið
Og skrúfar börn í barnavagna
Í hvítum gröfum
Er margt að sjá
Þar er hátt til lofts
Og vítt til veggja