Stóð í glugga
Stóð í glugga alveg hreyfingarlaus
Ljósið skein bjart og kalt og gólfið var hart
Klæðlaus og kaldur stóð þar hreyfingarlaus
Blóðið á brjóstinu á gólfið niður lak
Þetta er listaverk
dauður maður í glugga
Stóð í glugga alveg hreyfingarlaus
Glugga við götu, það var dimmt það var nótt
Fólkið stóð úti, starði á líkama minn
Fólkið í hóp þar stóð og horfði mig á
Diskóljós í takt við hjartað á mér
Lýstu upp gluggann hratt og nístandi
Höfuð mitt á borði snyrtilega lá
Upplýst með ljósaperu innanífrá
Stóð í glugga alveg hreyfingarlaus
Glugga við götu það var dimmt það var nótt
Fólkið stóð úti, starði á líkama minn
Fólkið í hóp þar stóð og horfði mig á
Þetta er listaverk, dauður maður í glugga