Vetur

Sumir láta sjást á sjálfum sér
Ótta sem þeir ekki finna stað
Röksemdirnar duga ekki meir
Djúpin gapa botnlaus móti þeim

Ekki verður út úr augum séð
Í galdraveðrum, snjókomu og ís
Enga leyfa skynsemi né vit
Gjörningar sem hrífa okkur með

Ekki ætla ég að hræðast það
Þó ég viti hvernig ástatt er
Sama fólk í flestum húsum býr
Fégráðugt og höfuðlaust og grimmt

Copyright 2008 Árni Daníel Júlíusson, Design by Rex Jones / Axel Kristinsson / Ari Júlíus Árnason