axel kristinsson's web

axel kristinsson

I am an independent historian, attached to the Reykjavik Academy, with an interest in macro-history, complexity theory and an evolutionary approach.

read more ...

contact information

I mostly work from home and my address is:

Axel Kristinsson
Grundargerði 9
IS-108 Reykjavík
ICELAND

Phone: (+354) 588 8709
Cell phone: (+354) 892 8709

Click here to email me

expansions

Bók mín, Expansions: Competition and Conquest in Europe Since the Bronze Age (Útþenslur: Samkeppni og landvinningar í Evrópu frá því á bronsöld), er nýkomin út hjá ReykjavíkurAkademíunni.

Í bókinni eru rædd útþensluferli sem hafa átt sér stað í Evrópu í þrjú þúsund ár eða meir.

cover

Samfélög eiga það til að þenjast út með tilheyrandi mannfjölgun, landvinningum og þjóðflutningum. Af hverju gerist þetta og hvernig eru þessi samfélög frábrugðin öðrum? Dæmi um slíkar útþenslur eru mörg í sögu Evrópu og má m.a. nefna Grikkland hið forna, germönsku barbarana, víkinga og Evrópu á 19. og 20 öld. Hér er reynt að smíða líkan sem getur skýrt þessar útþenslur og feiri.

Um leið er hér gerð tilraun til að nota meginreglur úr líffræði og félagsvísindum við sagnfræðirannsóknir. Félagsvísindamenn hafa uppgötvað almenn lögmál sem eiga við um mannleg samfélög. Félagsfræðingar fjalla oftast um seinni tíma en mannfræðingar um einföld samfélög. Á milli eru flókin landbúnaðarsamfélög sem einkenna mestan hluta hinnar rituðu sögu og yfirleitt sýna fáir þeim áhuga aðrir en sagnfræðingar. Því miður hafa sagnfræðingar oftast lítinn áhuga á almennum lögmálum og þess vegna eru slík lögmál, sem eiga við um landbúnaðarsamfélög, mikið til óþekkt. Kannski er kominn tími til að það breytist.

Hér er á ferð makró-sagnfræði þar sem m.a. þróunarfræði og flækjufræði (complexity theory) koma við sögu við að leiða í ljós ákveðin lögmál sem gilda um þróun samkeppniskerfa. Samkeppniskerfi eru menningarheildir þar sem margar skyldar pólitískar einingar keppa sín á milli og leiðir rannsóknin í ljós að ef þau lifa nógu lengi fara slík kerfi í gegnum útþensluferli sem einkennast m.a. af mannfjölgun, landviningum og jafnaðarmennsku.

Bókfræði:
Axel Kristinsson, Expansions: Competition and Conquest in Europe Since the Bronze Age. ReykjavíkurAkademían (Reykjavík) 2010. 371 bls. 16x23 cm. ISBN 978-9979-9922-1-9.

pöntun

Bókin er fáanleg hjá útgefanda en erlendis er hægt að panta hana í gegnum biblio.com.

Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta.

Bókin er nú einnig fáanleg á Kindle formi hjá Amazon.

efnisyfirlit

contents 1 contents 2