Centre for Agrarian Historical Dynamics

Velkomin ‡ vef CAHD

CAHD er miðstöð rannsókna á sögu landbúnaðarsamfélaga sem sagnfræðingarnir Árni Daníel Júlíusson og Axel Kristinsson standa að. Þessi vefur er að mestu á ensku vegna þess að markmið CAHD er að stofna til rannsókna sem byggjast á samanburði á milli landa og því er fjölþjóðlegt samstarf mikilvægt. Væntanlegir samstarfsaðilar, hvort sem þeir koma frá Íslandi, Ítalíu eða Írak, þurfa að geta nýtt sér þennan vef og því verður hann að vera á því tungumáli sem flestir skilja. Við gerum þá jafnframt ráð fyrir að þeir Íslendingar sem áhuga hafa á þessum málum geti lesið ensku. Engu að síður verður hér töluvert lesefni á íslensku undir liðnum "Reading Material" (á valblaði til hægri) þar sem tímaritið (The CAHD Papers) birtir greinar bæði á ensku og íslensku og mest af þeim heimildum sem hér verður að finna verður væntanlega íslensku.

Frekari upplýsingar um stefnu og starfssemi CAHD verða eingöngu á ensku síðunum.